Leyfi til raforkuframleiðslu – Skyldur ríkja samkvæmt raforkutilskipuninni í ljósi reglna um jafnræði og gagnsæi

Kristín Haraldsdóttir

Útdráttur


Í greininni er fjallað um það fyrirkomulag leyfa til raforkuframleiðslu, sem mælt er fyrir um í 7. gr. tilskipunar 2009/72/EB um innri markað raforku. Fyrirkomulagið á að stuðla að greiðum aðgangi að framleiðslu raforku og virkri samkeppni. Leitað er svara við því hvaða skyldur ríkin verða að uppfylla samkvæmt reglum 7. gr., einkum í ljósi krafna um jafnræði og gagnsæi í málsmeðferðinni, og jafnframt hvort reglurnar þjóni tilgangi sínum. Færð eru rök fyrir því að óljóst sé hvaða skyldur reglurnar leggi á ríkin. Þær taki ekki nægilega vel mið af því hve málsmeðferð vegna leyfa til að reisa og reka raforkuver er ólík og flókin í aðildarríkjunum og því hve raforkuver eru ólík að stærð og gerð.

Efnisorð


Raforkuframleiðsla; leyfi; tilskipun 2009/72/EB.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2014.10.2.17

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.