Þrautalánveitandi ríkja á sameiginlegu myntsvæði
Útdráttur
Kenningin um hagkvæm myntsvæði var sett fram og þróaðist á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Þá var fjármálakerfi heimsins allt öðru vísi en nú, m.a. smærri bankakerfi og mun minna flæði fjármagns milli landa. Sviptingar á evrusvæðinu undanfarin ár hafa leitt í ljós að þegar kenningin var þróuð og síðar tekin ákvörðun um sameiginlega Evrópumynt á grundvelli hennar sáu menn ekki fyrir ýmsa ókosti eða ósvaraðar spurningar sem nú er glímt við. Þannig var að mestu horft framhjá hlutverki seðlabanka einstakra landa sem þrautalánveitanda viðkomandi ríkis. Þá sáu fáir fyrir hvernig samtvinnuð fjármálakerfi margra landa geta búið til vanda sem ókleift er að leysa nema í samvinnu margra ríkja. Því var ekki reynt að smíða umgjörð um slíkt samstarf fyrirfram. Jafnframt var lítt hugað að þeim möguleika að hagkerfi gætu orðið fyrir áföllum sem eiga uppruna sinn í fjármálakerfinu. Í núverandi fjármálakrísu hafa menn neyðst til að takast á við þessi atriði. Það tók um fjögur ár að komast að pólitískri lausn sem felst m.a. í því að endurskilgreina hlutverk Seðlabanka Evrópu sem þrautalánveitanda einstakra ríkja í raun. Sú stefnubreyting gerir það mögulegt að takast á við ýmiss konar ójafnvægi innan evrusvæðisins á lengri tíma en ella. Hún leysir þó ekki nema að litlu leyti undirliggjandi vanda. Töfin á að hrinda henni í framkvæmd var hins vegar dýrkeypt.
Efnisorð
Þrautalánveitandi; myntbandalag; fjármálakrísa.
Heildartexti:
PDFDOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2014.10.2.20
Baktilvísanir
- Engar baktilvísanir
Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.