Siðfár í íslensku samfélagi? Koma e-töflunnar til Íslands

Jónas Orri Jónasson, Helgi Gunnlaugsson

Útdráttur


Neysla ólöglegra vímuefna hefur sýnt sig að vera einkar vel fallin til að skapa ótta og óöryggi í samfélaginu. Þegar ný efni koma fram á sjónarsviðið eykst oft umfjöllun fjölmiðla um notkun efnisins og þá hættu sem af neyslunni stafar. Skömmu eftir að e-taflan barst til landsins á tíunda áratug síðustu aldar fór neyslan að valda miklum usla og öryggisleysi hér á landi. Hér verður kenningunni um siðfár beitt til að kanna hvort koma e-töflunnar til landsins beri merki siðfárs. Greint verður frá umfjöllun fjölmiðla, viðbrögðum almennings, fagstétta og stjórnvalda við komu efnisins hingað til lands. Stuðst er við orðræðugreiningu á öllum fréttum um e-töfluna, sem birtust á tímabilinu 1985- 1997, til að meta hvort siðfár hafi skapast í íslensku samfélagi. Niðurstöðurnar benda til að viðbrögð hér á landi hafi sýnt ýmis merki siðfárs eins og lýst er í þekktum kenningum um fyrirbærið.

Efnisorð


Siðfár; vímuefnaneysla; frávikshegðun; fjölmiðlar.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2014.10.2.9

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir




        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.