Sjálfsritskoðun íslenskra blaðamanna

Birgir Guðmundsson

Útdráttur


Umræða um sjálfsritskoðun fjölmiðla hefur tekið kipp hér á landi eftir árásir á ritstjórnarskrifstofur Charie Hebdo í París í janúar 2015 og sviptingar í yfirstjórn og eigendahópi íslenskra fjölmiðla. En hver er sú reynsla sem blaðamenn lýsa sem sjálfsritskoðun og hvað merkir hugtakið? Í þessari könnun er leitað svara við tveimur rannsóknarspurningum. Annars vegar hvernig blaðamenn skilja hugtakið sjálfsritskoðun og hins vegar hver væri reynsla íslenskra blaðamanna af sjálfsritskoðun. Byggt var á fyrirbærafræðilegri aðferð með viðtölum við sex reynda blaðamenn. Megin niðurstaðan er sú að áhrif umræðunnar um fréttir og fréttamat blaðamanna hafi mikil áhrif á efnistök og framsetningu, bæði almenn stemning í þjóðfélaginu og ekki síður viðbrögð frá áhrifmiklum stjórnmálamönnum og skoðanaleiðtogum í netheimum. Enn fremur skiptir máli hvar þeir fjölmiðilar sem blaðamenn vinna á eru staðsettir í pólitískri/ viðskiptalegri blokkaskiptingu íslenska fjölmiðlakerfisins. Þá sýna niðurstöður ólíkan skilning blaðamanna á hugtakinu sjálfsritskoðun og að brýnt sé að að skilgreina það ef nota á það til greiningar. Loks kemur fram að almenn þjóðfélagsumræða ásamt áhrifmiklum stjórnmálamönnum og skoðanaleiðtogum í netheimum hafi mest áhrif á sjálfsritskoðun blaðamanna.

Efnisorð


Sjálfsritskoðun; blaðamennska; tjáningarfrelsi; fjölmiðlar.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2015.11.1.4

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.