Gæslumaður Alþingis: Breytt valdastaða forseta Íslands

Björg Thorarensen, Stefanía Óskarsdóttir

Útdráttur


Greinin fjallar um stjórnskipulega stöðu forseta Íslands við lýðveldisstofnun árið 1944 og þróun hennar í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Rannsóknin leiðir í ljós að nánast engin breyting varð á stjórnskipulegri stöðu þjóðhöfðingjans á sviði framkvæmdar- og löggjafarvalds. Þess vegna er þeirri kenningu hafnað að við stofnun lýðveldisins hafi orðið til tvíveldi forseta Íslands og Alþingis og gert hafi verið ráð fyrir valdamiklu forsetaembætti í anda forsetaþingræðis. En þrátt fyrir að orðalagi stjórnarskrárinnar um forsetaembættið hafi ekki verið breytt frá 1944 hefur pólitískt vægi forsetans aukist hin síðari ár. Eins og sýnt er fram á í greininni skýrist það m.a. af túlkun Ólafs Ragnars Grímssonar á stjórnskipulegu hlutverki forsetans og breyttum viðhorfum meðal kjósenda um lýðræði og hlutverk forseta. Forseti Íslands er því orðinn nokkurs konar gæslumaður Alþingis (þingmeirihlutans) þvert á það sem var ákveðið árið 1944. Það er mat höfunda að á meðan engar breytingar eru gerðar á stjórnarskránni til að skilgreina betur hlutverk og stöðu forseta geti valdahlutföll þings, ríkisstjórnar og forseta þróast enn frekar í átt til aukins forsetavalds.

Efnisorð


Stjórnskipuleg staða forseta; forsetaþingræði; meðferð löggjafarvalds; eftirlit með Alþingi.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2015.11.2.2

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.