Dómstólaeftirlit með Alþingi: Breytt valdahlutföll í stjórnskipuninni

Björg Thorarensen

Útdráttur


Greinin fjallar um hvernig eftirlitshlutverk dómstóla gagnvart Alþingi hefur vaxið á síðustu áratugum og raktar eru ástæður þess að valdahlutföll í stjórnskipuninni hafa þannig færst til. Upprunalegar kenningar um þrískiptingu ríkisvaldsins um að löggjafinn sé æðsta stofnun stjórnskipulagsins eru á undanhaldi og dómstólar veita löggjafanum æ ríkara aðhald er þeir skera úr um hvort lög samrýmist stjórnarskrá. Samanburður við danska og norska stjórnskipun leiðir í ljós að þróunin þar stefnir í sömu átt. Áhrif Mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrárbreytinga árið 1995 hafa leitt til breyttra skýringaraðferða dómstóla og styrkt eftirlitshlutverk þeirra. Sjónarmið um stjórnarskrárbundið lýðræði, réttarríkið og virk réttarúrræði borgaranna hafa orðið yfirsterkari hugmyndinni um yfirburðastöðu löggjafans og dómstólar telja sér stjórnskipulega skylt að skera úr um hvort lög fari í bága við mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur Íslands hefur vísað til ríks svigrúms löggjafans á sviði fjárstjórnarvalds þegar deilt er um lög um skattlagningu, opinbera aðstoð o.fl. Þótt löggjöf byggist á mikilvægri pólitískri stefnumörkun er svigrúm Alþingis ekki takmarkalaust. Virkt aðhald dómstóla leiðir til þess að Alþingi þarf að meta með vandaðri hætti hvort gætt sé grundvallarsjónarmiða um jafnræði og meðalhóf við setningu laga sem takmarkar mannréttindi.

Efnisorð


Þrískipting ríkisvalds; stjórnarskrárbundið lýðræði; endurskoðunarvald dómstóla; mannréttindi; eftirlit með löggjafanum; réttarríki.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2016.12.1.2

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.