Jón Gnarr: Grínarinn sem varð leiðtogi

Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Útdráttur


Við upphaf rannsókna og fræðiskrifa um leiðtoga var munur á árangri leiðtoga jafnan útskýrður með vísan til eiginleika leiðtoganna sem einstaklinga. Eftir því sem rannsóknum á viðfangsefninu fleygði fram var farið að nota fleiri þætti til að skýra árangur leiðtoga. Á síðustu áratugum hefur kastljósið beinst aftur að einstaklingunum sjálfum og eru kenningar eins og sönn leiðtogahæfni og þjónandi forysta dæmi um það. Í þessari grein er fjallað um rannsókn á áhrifum af forystu Jóns Gnarrs sem borgarstjóra Reykjavíkurborgar á tímabilinu frá 2010-2014. Kynntar eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var meðal sviðsstjóra Reykjavíkurborgar samstarfsfólks úr stjórnmálum og við Jón sjálfan. Tekin voru sjö opin ítarviðöl og þau greind með eigindlegri aðferðafræði. Tilgáta rannsóknarinnar er að óvenjulegar aðstæður hafi skapað jarðveginn fyrir kjöri Besta flokksins. Samkvæmt niðurstöðum eru vísbendingar um að í borgarstjóratíð Jóns Gnarr megi sjá hliðstæður við kenningar um sanna leiðtogahæfni. Lífssaga hans, innsæi og reynsla virðist hafa nýst til að breyta samskiptum sem urðu til þess að valdefla samstarfsfólk hans með trausti og væntumþykju. Leiða má líkur að því að öðruvísi samskipti hafi veitt fylgjendum orku til athafna á nýjan máta. Framlag rannsóknarinnar felst í að styrkja rannsóknir á sviði sannrar leiðtogafærni. Sérstaklega þar sem óvenjulegar aðstæður knýja fram þörf fyrir öðruvísi forystu.

Efnisorð


Umhverfi og aðstæður leiðtoga; sönn leiðtogafærni; valdefling; sjálfsþroski; innsæi.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2016.12.1.8

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.