Yfirfærsla á málaflokki fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga: Með sérstakri áherslu á stærsta sveitarfélagið, Reykjavík

Freydís Jóna Freysteinsdóttir, Gylfi Jónsson

Útdráttur


Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig yfirfærsla á málaflokki fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga hefði gengið fyrir sig. Heildarferli yfirfærslunnar var skoðað og síðan var eitt sveitarfélag, Reykjavíkurborg, valið og skoðað nánar með tilliti til stefnu og framkvæmdar á þjónustunni við fatlað fólk. Um var að ræða eigindlega rannsókn sem fór fram haustið 2012. Tekin voru átta viðtöl við fagaðila sem höfðu komið beint að vinnu við yfirfærsluna eða unnið við málaflokkinn fyrir og eftir yfirfærslu. Tekið var viðtal við starfsmenn hjá velferðarráðuneytinu og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar eru sex talsins, eitt viðtal var tekið á hverri þjónustumiðstöð og leitast var við að fá viðmælanda sem var hvað mest inni í málaflokknum. Helstu niðurstöður voru þær að viðmælendur töldu almennt séð rétt að ráðist skyldi hafa verið í yfirfærsluna. Þeir töldu að þjónusta í nærsamfélaginu væri heppilegri kostur og nú þyrfti þjónustuþeginn aðeins að fara á einn stað til þess að sækja sér þjónustu, jafnvel þó að ekki hefðu orðið eins miklar framfarir í þjónustunni og búist hefði verið við. Þeir töldu þó að töluvert fjármagn vantaði í málaflokkinn til að tryggja viðeigandi þjónustu og að yfirfærslan hefði ekki verið nægilega vel undirbúin. Viðmælendur voru á því að þverfagleg vinna gengi vel í málaflokknum.

Efnisorð


Fatlaðir; stjórnsýsla; breytingastjórnun; valdefling.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2016.12.2.12

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.