Þekkingarmiðað lýðræði – þegar þekking lýðsins ræður
Útdráttur
Í þeirri lýðræðisvakningu sem varð á Íslandi eftir hrun mátti sjá hvernig ólíkir hópar byggðu lýðræðiskröfur og ákall um meira eða dýpra lýðræði á ólíkum hugmyndum um lýðræði. Kjarni þessara krafna var þó hinn sami: meira lýðræði þýddi aukin áhrif almennings á ákvarðanir og stefnumótun. Þannig undirstrikaði hin almenna umræða um lýðræði þann skilning að virkt samráð við almenning sé nauðsynlegur hluti lýðræðislegra stjórnarhátta. Í þessari grein er gerð tilraun til að varpa ljósi á ólíkt inntak lýðræðiskröfunnar eftir málefnum hverju sinni og athyglinni einkkum beint að þekkingarmiðuðu lýðræði. Því er haldið fram að þótt enn sé ekki hægt að segja að þekkingarmiðað lýðræði byggi á veigamiklum empíriskum rökum, þá bjóði það upp á áhugaverðustu leið samtímans til að hugsa um lýðræðisnýjungar.
Efnisorð
Þekkingarmiðað lýðræði; stjórnlagaráð; stjórnarskrá; Ísland; hrun.
Heildartexti:
PDFDOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2016.12.2.15
Baktilvísanir
- Engar baktilvísanir
Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.