Markaðsvæðing frétta: Greining á innihaldi frétta í tveimur dagblöðum og tveimur vefmiðlum fyrir og eftir hrun

Valgerður Jóhannsdóttir

Útdráttur


Miklar breytingar hafa orðið í fjölmiðlun undanfarna áratugi. Breytingarnar eiga sér pólitískar, efnahagslegar og ekki síst tæknilegar rætur og hafa m.a lýst sér í samþjöppun eignarhalds, aukinni markaðsvæðingu og harðnandi samkeppni. Erlendar rannsóknir benda margar til þess að þessi þróun hafi haft veruleg áhrif á blaða- og fréttamennsku og fjölmiðlar leggi aukna áherslu á fréttir af glæpum, íþróttum og frægu fólki, en minni á fréttir af stjórnmálum, efnahagsmálum eða alþjóðamálum. Ýmsir fræðimenn hafa einnig haldið því fram að þessa sjái stað í netmiðlum í ríkari mæli en hefðbundnum miðlum á borð við dagblöð, þar sem eiginleikar netsins og stafrænnar miðlunar ýti undir slíkt. Ísland hefur ekki farið varhluta af þessum breytingum, en lítið er vitað um áhrif þeirra á efnið sem fjölmiðlar framleiða. Í þessari grein er gerð grein fyrir niðurstöðum rannsóknar á innihaldi frétta í stærstu dagblöðum og veffréttamiðlum hér á landi árin 2005 og 2013, eða fyrir og eftir efnahagshrunið 2008. Þær benda til þess að umfang frétta af pólitík og efnahagsmálum sé hlutfallslega minna nú en var fyrir hrun, en svokallaðar mjúkar fréttir, af íþróttum, afþreyingu og frægu fólki séu að sama skapi hlutfallslega fleiri. Það á einkum við um vefmiðlana en síður um dagblöðin.

Efnisorð


Fjölmiðlakerfi; fréttir; blaðamennska; dagblöð; vefmiðlar; markaðsvæðing.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2016.12.2.6

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.