Hagnýting persónuupplýsinga á Facebook hjá eftirlitsstofnunum

Sigurður G. Hafstað, Jóhanna Gunnlaugsdóttir

Útdráttur


Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig upplýsingar, sem aflað var á Facebook, væru nýttar við opinbert eftirlit með einstaklingum hér á landi. Tilgangur rannsóknar var meðal annars að varpa ljósi á formlega og óformlega notkun slíkra upplýsinga og greina umfang hennar. Við rannsóknina voru tekin hálfstöðluð viðtöl við sérfræðinga sem störfuðu hjá tilteknum úrskurðar- eða eftirlitsstofnunum. Þá átti sér stað greining á stjórnvaldsúrskurðum til þess að kanna hvernig stofnanir byggðu ákvarðanir á upplýsingum sem aflað var á Facebook. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að upplýsingar á Facebook hafa verið nýttar við opinbert eftirlit hér á landi. Slíkar upplýsingar hafa verið formleg ákvörðunarástæða í einhverjum tilvikum. Þá kom í ljós að stofnanir, sem tóku þátt í rannsókninni, höfðu einnig nýtt upplýsingar með óformlegum hætti meðal annars til þess að fá betri tilfinningu fyrir tilteknum málum, bera kennsl á einstaklinga, afla upplýsinga um ferðir þeirra, eða til þess að hafa uppi á fólki.

Efnisorð


Facebook; rafrænt eftirlit; samfélagsmiðlar; opinber stjórnsýsla.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2016.12.2.8

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.