Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar: Áskoranir, togstreita og tækifæri

Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, Guðbjörg Lilja Hjartardóttir

Útdráttur


Reykjavíkurborg tók ákveðið frumkvæði í jafnréttis- og mannréttindamálum á Íslandi þegar mannréttindastefna borgarinnar var samþykkt árið 2006. Stefnan ber sterkan svip af regluverki Evrópusambandsins þar sem áhersla er lögð á jafnrétti allra hópa og bann við mismunun. Innleiðing og framkvæmd mannréttindastefnunnar hefur reynst vandasamt ferli, ekki síst þar sem löggjöf um bann við mismunun hér á landi er ábótavant, nema á sviði kynjajafnréttis, og hefur það haft bein áhrif á stöðu málaflokksins. Spurningakönnun sem lögð var fyrir stjórnendur hjá Reykjavíkurborg um mannréttindastefnuna, fordóma og stöðu jaðarsettra hópa leiddi í ljós að í grunninn virðist mannréttindastefna Reykjavíkurborgar vera gott verkfæri. Stefnan er ágætlega þekkt meðal stjórnenda og þeir nýta hana sem tæki til breytinga, sér í lagi þegar kemur að mannaráðningum og starfsmannahaldi, en minna við úrhlutun fjármagns. Þrátt fyrir ásetning um að sinna jafnrétti allra og vinna gegn margþættri mismunun virðast sumir jaðarsettir hópar berskjaldaðri fyrir mismunun og jaðarsetningu en aðrir, sérstaklega innflytjendur, fatlað fólk og langveikt fólk.

Efnisorð


Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar; margþætt mismunun; samtvinnun mismununarbreyta; mannréttindaborg.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2016.12.2.9

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.