Kosningar, lýðræði og fatlað fólk

Rannveig Traustadóttir, James G. Rice

Útdráttur


Kosningaréttur er grundvallarréttur þegna í lýðræðisríkjum og þátttaka í kosningum álitin ein af mikilvægustu athöfnum borgaranna. Þó að þessi réttindi skuli tryggð öllum þegnum sýna alþjóðlegar rannsóknir að fatlað fólk er víða útilokað frá þátttöku í kosningum. Fatlað fólk er síður líklegt til að kjósa en ófatlað fólk og mætir iðulega ýmsum hindrunum ef það reynir að taka þátt í kosningum. Þessi grein fjallar um kosningaþátttöku fatlaðs fólks með hliðsjón af niðurstöðum alþjóðlegra rannsókna. Í upphafi eru raktar helstu hindranir í vegi kosningaþátttöku fatlaðs fólks og leitast við að svara hvaða áhrif þessar hindranir hafi, ekki aðeins fyrir fatlaða borgara, heldur jafnframt hvað það þýði fyrir heilbrigði lýðræðis og lýðræðislegra stofnana þegar hluti þegnanna mætir alvarlegum hindrunum varðandi borgaraleg grundvallarréttindi. Íslenskar rannsóknir á þessu sviði eru ekki fyrir hendi og engin skipuleg tölfræðileg gögn eru til varðandi þátttöku fatlaðs fólks í kosningum eða stjórnmálum hér á landi. Byggt á gögnum sem aflað var hjá tveimur fjölmennustu heildarsamtökum fatlaðs fólks hér á landi er rýnt í reynslu, aðstæður og möguleika fatlaðs fólks til þátttöku í kosningum á Íslandi, lagasetningar þar að lútandi og skyldur ríkisins til að stuðla að og tryggja þátttöku fatlaðs fólks í stjórnmálum og opinberu lífi, ekki síst í ljósi þess að Samningur Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) hefur verið fullgiltur hér á landi.

Efnisorð


Fatlað fólk; lýðræði; borgaraleg réttindi; kosningar.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2017.13.1.4

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.