Viðhorf íslenskra og danskra stjórnenda til starfsumhverfis í ljósi norrænna gilda
Útdráttur
Norræn forysta byggir á gildum sem notið hafa aukinnar athygli og vinsælda. Viðfangsefni greinarinnar er að fjalla um opinbera stjórnun á Íslandi og skoða hvort og þá með hvaða hætti íslenskir stjórnendur falla að gildum norrænnar forystu. Gerð var rannsókn að danskri fyrirmynd sem nefnist Opinberir stjórnendur – verkefni og viðhorf. Spurningalisti í formi vefkönnunar var lagður fyrir 1.685 opinbera stjórnendur, 524 svör bárust eða 31%. Megintilgangur rannsóknarinnar var að draga fram áherslur íslenskra stjórnenda í daglegum störfum, viðhorfum til starfsumhverfis og þess ramma sem unnið er í. Skoðað var starfsumhverfi íslenskra og danskra stjórnenda í samhengi við norræn gildi. Helstu niðurstöður benda til þess að opinber stjórnun á Íslandi einkennist af trausti, skýrum verkferlum, stuttum boðleiðum og litlu skrifræði. Helstu hindranir voru lítil áhrif á löggjöf og pólitískt bakland, tækifæri felast hins vegar í að hafa meiri áhrif og auka árangur í starfseminni. Samstarf og tengslanet var gott á vinnustaðnum og sanngjarnar kröfur voru gerðar til stjórnenda. Sérstaða hvors hóps fólst í því að danskir stjórnendur töldu skrifræði vera of mikið og að einfalda mætti verkferla í því sambandi. Íslenskir stjórnendur virtust hins vegar almennt hafa minni áhrif á starfsumhverfið en danskir starfsfélagar. Verkefni og viðhorf íslenskra opinberra stjórnenda ríma við norræn gildi þar sem opin samskipti, gagnrýni í hugsun og umhyggja eru helstu einkennin.
Efnisorð
Norræn forysta; opinber stjórnun; íslenskir stjórnendur; starfsumhverfi.
Heildartexti:
PDFDOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2017.13.1.6
Baktilvísanir
- Engar baktilvísanir
Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.