Hagnýting menntunar meðal háskólamenntaðs starfsfólks einkarekinna fyrirtækja og opinberra stofnana
Útdráttur
Markmið greinarinnar er að kanna hvort munur sé á hagnýtingu þekkingar meðal háskólamenntaðs fólks sem vinnur annars vegar í einkareknum fyrirtækjum og í opinberum stofnunum hins vegar. Úrtak rannsóknarinnar byggðist á tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá sem Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands framkvæmdi 9. mars til 9. apríl 2016. Könnunin náði til 2.001 einstaklings á aldrinum 18 ára og eldri á landinu öllu og svöruðu 1.210 þeirra könnuninni. Í þessari rannsókn var aðeins litið til þeirra þátttakenda í úrtakinu sem höfðu lokið háskólanámi og voru í launaðri vinnu á Íslandi hjá hinu opinbera eða í einkafyrirtæki. Eftir hreinsun gagna voru þátttakendur 374, þar af voru 178 karlar og 196 konur. Niðurstöður rannsóknar sýndu að 20,3% þátttakenda voru ofmenntuð. Meirihluti kvenna vinnur hjá hinu opinbera en meirihluti karla hjá einkafyrirtækjum. Vanmenntaðir starfsmenn eru líklegri til að starfa hjá hinu opinbera á meðan ofmenntaðir eru líklegri til að starfa hjá einkafyrirtækjum (sá munur skýrist af van- eða ofmenntun kvenna). Hjá opinberum fyrirtækjum starfa frekar þeir sem lokið hafa námi á sviði mennta- og heilbrigðisvísinda meðan starfsfólk af verk- og náttúruvísindasviði er helst hjá einkafyrirtækjum. Laun eru hærri hjá einkafyrirtækjum.
Efnisorð
Ofmenntun; einkarekin fyrirtæki; opinberar stofnanir; háskólamenntun.
Heildartexti:
PDFDOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2017.13.1.7
Baktilvísanir
- Engar baktilvísanir
Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.