Fjöldi ferðamanna og tekjur og kostnaður íslenskra sveitarfélaga

Vífill Karlsson, Hjalti Jóhannesson, Jón Óskar Pétursson

Útdráttur


Mikil umræða fer nú fram um uppbyggingu og viðhald ferðamannastaða og þá þjónustu sem þarf að veita til þess að ferðaþjónusta geti þróast í takt við mikla fjölgun erlendra ferðamanna til landsins. Sveitarfélög eru einn þeirra hópa sem horft er til í þessu sambandi og ýmis verkefni og kostnaður vegna þeirra fellur sjálfkrafa á þau, svo sem fráveita og sorphirða og viðhald opinna svæða og gatna. Uppi eru efasemdir um að tekjur sveitarfélaga hækki nægjanlega á móti fjölgun ferðamanna, þar sem líklegast er að það gerist í gegnum útsvar en mikið er um farandverkamenn í ferðaþjónustu. Í þessari rannsókn er gerð tilraun til að meta hvort tekjur sveitarfélaga taki breytingum með fjölda ferðamanna. Einnig er gerð tilraun til að meta hvort útgjöld sveitarfélaga taki tilsvarandi breytingum. Fyrirliggjandi gögn yfir fjárhag sveitarfélaga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, fasteignamat frá Þjóðskrá og gögn um fjölda ferðamanna, úr ýmsum áttum, eru notuð til að meta tekju- og kostnaðarföll sveitarfélaga og hvort ferðaþjónustan hafi fyrrnefnd áhrif. Við greininguna var notuð aðallega aðhvarfsgreining fyrir panel-gögn (fixed- og random effect-líkön) en lýsandi greining einnig.

Efnisorð


Fjármál sveitarfélaga; ferðaþjónusta; Tiebout; magnbundin greining; panel-gögn.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2017.13.2.3

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.