Meðhöndlun trúnaðarupplýsinga hjá löggæslustofnunum ríkisins
Útdráttur
Grein þessi byggir á niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á meðferð trúnaðarupplýsinga meðal löggæslustofnana og löggæslutengdra stofnana. Markmiðið var að skoða hvernig meðhöndlun slíkra upplýsinga væri háttað hjá stofnununum. Þá var tilgangurinn að varpa ljósi á skyldur og kvaðir varðandi meðferð trúnaðarupplýsinga og hvernig tókst að framfylgja þeim svo og að kanna þekkingu starfsfólks á viðeigandi lagaumhverfi. Meðferð trúnaðarupplýsinga hefur ekki áður verið rannsökuð á heildstæðan hátt hérlendis með hliðsjón af starfsemi og hlutverki umræddra stofnana. Rannsóknin byggði á eigindlegri aðferðafræði, nánar tiltekið viðtalsaðferð. Helstu niðurstöður sýndu að viðmælendur höfðu lagalegar kvaðir um trúnað og þagnarskyldu í heiðri varðandi meðhöndlun upplýsinga. Þeir vísuðu til trúnaðaryfirlýsinga og stöðu ríkisstarfsmanna og ábyrgðar þeirra í tengslum við lögbundna þagmælsku. Skiptar skoðanir voru um það hvort gildandi lög og reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga nægðu eða þörfnuðust breytinga. Þá höfðu hefðir og venjur mótað vissar starfsaðferðir við ýmis hversdagsleg störf fremur en að um þær giltu fyrirfram skilgreindar reglur.
Efnisorð
Trúnaðarupplýsingar; þagnarskylda; persónuvernd; opinber stjórnsýsla.
Heildartexti:
PDFDOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2017.13.2.4
Baktilvísanir
- Engar baktilvísanir
Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.