Stjórnun sérfræðinga: Fremstir meðal jafninga

Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Elin Blöndal

Útdráttur


Þessi grein fjallar um birtingarmyndir valds í samskiptum stjórnenda og þekkingarstarfsmanna og áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir á þeim grundvelli. Við öflun gagna var stuðst við eigindlega aðferðafræði og tekin hálfopin viðtöl við níu viðmælendur, þrjá stjórnendur og sex starfsmenn, innan þriggja mismunandi skipulagsheilda, ráðuneytis, háskóla og banka. Helstu niðurstöður gefa til kynna að vald sé mikilvægur áhrifaþáttur við stjórnun þekkingarstarfsmanna og að stjórnendur sem ná árangri treysti á persónuvald sitt, þ.e. sérfræðinga- og áhrifavald, fremur en formlegt vald. Jafnframt gefa niðurstöðurnar til kynna að sérstaða þekkingarstarfsmanna, þar með talið það vald sem þeir búa yfir, geri vissar kröfur til stjórnandans og stjórnunarhátta hans. Stjórnendurnir virtust almennt líta fremur á sig sem jafningja en stjórnanda þekkingarstarfsmanna. Niðurstöður sýna að stjórnun þekkingarstarfsmanna reynir mjög á færni stjórnenda í tjáningu og samskiptafærni að öðru leyti. Kom meðal annars fram að stjórnendurnir þurfa að beita valdi sínu með rökum.

Efnisorð


Forysta; þekkingarstarfsmenn; vald.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2017.13.2.5

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.