Sýn Íslendinga á utanríkis- og öryggismál

Silja Bára Ómarsdóttir

Útdráttur


Afstaða Íslendinga til öryggismála hefur lítið verið rannsökuð frá því í lok kalda stríðsins. Í þessari grein eru kynntar niðurstöður könnunar um afstöðu til og hugmyndir um utanríkis- og öryggismál, en Félagsvísindastofnun HÍ vann könnunina í nóvember og desember 2016. Niðurstöður könnunarinnar eru settar í samhengi við þróun í öryggisfræðum, þá sérstaklega öryggisgeira (e. security sectors) verufræðilegt öryggi (e. ontological security) og öryggisvæðingu (e. securitization). Helstu niðurstöður eru að almenningur á Íslandi telur öryggi sínu helst stafa ógn af efnahagslegum og fjárhagslegum óstöðugleika og náttúruhamförum, en telur litlar líkur á því að hernaðarátök eða hryðjuverkaárásir snerti landið beint. Þessar niðurstöður eru í takmörkuðu samræmi við helstu áherslur stjórnvalda í öryggismálum og því mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því hvernig hægt er að tryggja það að almenningur sé meðvitaður um þær forsendur sem áhættumat og öryggisstefna grundvallast á.

Efnisorð


Ísland; utanríkismál; öryggismál; verufræðilegt öryggi.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2018.14.2.1

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.