Danska ríkisráðið og íslensk stjórnmál 1874–1915

Birgir Hermannsson

Útdráttur


Í greininni eru raktar deilur um setu Íslandsráðherra í ríkisráði Dana frá því að stjórnarskráin var sett árið 1874 og fram til 1915. Deilurnar varða túlkun á stöðulögunum frá 1870 og því hvort danska stjórnarskráin næði til Íslands að einhverju leyti. Ákvæði um ríkisráðssetu Íslandsráðherra voru sett í íslensku stjórnarskrána 1903 og stóðu deilur um breytingu á því ákvæði fram til 1915. Til að skilja þessar deilur þarf að greina orðræðu Íslendinga um ríkisráðið og hvaða hlutverki hún gegndi í sjálfstæðisbaráttunni. Meginrök Íslendinga voru þau að stöðulögin skilgreindu íslensk sérmál en að ríkisráðið væri dönsk stofnun sem starfaði í samræmi við dönsku stjórnarskrána. Það væri því andstætt íslensku sjálfsforræði að íslensk sérmál væru rædd og ákveðin í ríkisráðinu. Í sjálfstæðisbaráttunni var það meðal annars spurning hvort deilur um ríkisráðið ættu að standa í vegi fyrir samkomulagi við Dani eða ekki og hvort úrlausn málsins væri grundvallaratriði. Deilan varð því ekki aðeins milli Íslendinga og Dana heldur einnig stórmál á Íslandi.

Efnisorð


Ríkisráð; sjálfstæðisbarátta; stjórnarskrá; þjóðernishyggja.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2018.14.2.3

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.