Einkarekstur eða ríkisrekstur í heilsugæslu: Samanburður á kostnaði og ánægju með þjónustu

Héðinn Sigurðsson, Sunna Gestsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Kristjan G. Guðmundsson

Útdráttur


Skipulag heilbrigðisþjónustu er meðal erfiðustu viðfangsefna stjórnvalda. Líkt og aðrar þjóðir sem reka félagslegt heilbrigðiskerfi standa Íslendingar frammi fyrir spurningunni um hvert eigi að vera hlutverk einkarekstrar innan heilsugæslunnar. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt: að bera saman einkarekstur og ríkisrekstur 17 heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og greina ánægjukannanir þeim tengdar. Við upphaf Íslandsbyggðar verður til lögbundin samhjálp þar sem kveðið er á um skyldur samfélagsins við þá sem þarfnast hjálpar og með lögum um heilbrigðisþjónustu árið 1973 féll íslenska heilbrigðiskerfið undir norræna velferðarsamfélagið með jöfnu aðgengi og þéttu öryggisneti. Rannsóknin sýnir að einkareknu heilsugæslustöðvarnar voru með lágan kostnað á hverja verkeiningu en þó ekki þann lægsta. Fjórar til sjö ríkisreknar stöðvar voru með lægri kostnað á hvern skráðan einstakling en þær einkareknu. Kostnaður á hverja stöðu læknis var hæstur hjá annarri einkareknu stöðinni. Þjónustukannanir sýndu að enginn munur var á ánægju með gæði þjónustu milli þessara tveggja ólíku rekstrarforma. Þá ályktun má draga af þessari rannsókn að ekki sé hægt að fullyrða að einkarekstur í heilsugæslu bæti meðferð opinbers fjár eða auki gæði þjónustunnar.

Efnisorð


Rannsóknir í heilbrigðisþjónustu; heilsugæsla; ríkisrekstur; einkarekstur; starfsfólk í heilsugæslu.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2018.14.2.4

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.