Kynjajafnrétti í íþróttum – á ríkið að tryggja það?

María Rún Bjarnadóttir, Bjarni Már Magnússon, Hafrún Kristjánsdóttir, Margrét Lilja Guðmundsdóttir

Útdráttur


Í greininni er lagalegt umhverfi íþrótta á Íslandi kannað með hliðsjón af kynjajafnréttissjónarmiðum með hinni fræðilegu lagalegu aðferð (e. doctrinal method). Þannig eru skoðuð sjónarmið sem legið hafa til grundvallar lagasetningu um íþróttir, innlendar og alþjóðlegar skuldbindingar íslenskra stjórnvalda og rýnt í hvort jafnréttissjónarmiða gæti í stefnumótun og fjárútlátum stjórnvalda í íþróttamálum. Í ljósi lögbundins hlutverks íslensku íþróttahreyfingarinnar er inntak hennar og uppbygging skoðuð með hliðsjón af sömu sjónarmiðum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að ríkið er skuldbundið til þess að tryggja kynjajafnrétti í íþróttum. Inntak þeirrar skuldbindingar er þó að einhverju leyti óskýrt. Lagaleg ábyrgð á málaflokknum er nokkuð á reiki vegna sérstöðu íþróttahreyfingarinnar, en fyrirkomulag hreyfingarinnar á sér djúpar sögulegar rætur. Þá er vegna greiningar á milli íþrótta sem tómstunda- og æskulýðsstarfs annars vegar og sem atvinnugreinar hins vegar vakin athygli á að íþróttafélög á Íslandi reka sum þætti í starfsemi sinni í mismunandi félagaformi. Vegna þessa er hugsanlegt að einhver þeirra þurfi að skýra vinnusamband við afreksíþróttamenn og annað starfsfólk félaganna í ljósi nýlegra ákvæða laga um jafnlaunavottun fyrirtækja. Að lokum eru gerðar tillögur að úrbótum sem beinast bæði að ríkisvaldinu og íþróttahreyfingunni, en af niðurstöðum greinarinnar má ljóst vera að svigrúm er til úrbóta í lagaumgjörð, stefnumótun og fjárveitingum til þess að tryggja kynjajafnrétti í íþróttum á Íslandi.

Efnisorð


Íþróttir; jafnrétti kynjanna; jafnréttislög; alþjóðlegar skuldbindingar.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2018.14.2.6

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.