Samanburður á vinnustaðamenningu stofnana og fyrirtækja

Þórhallur Örn Guðlaugsson, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Svala Guðmundsdóttir

Útdráttur


Vinnustaðamenning hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár. Hún getur byggst á ýmsum þáttum s.s. gildum, trú, viðhorfi starfsmanna, skynjun þeirra, sýnilegum táknum á vinnustaðnum, samskiptamynstri og hegðun. Þessi rannsókn fjallar um samanburð á vinnustaðamenningu stofnana og fyrirtækja þar sem stuðst er við aðferð Denison við að mæla vinnustaðamenningu. Spurningalistinn telur í grunninn 66 spurningar sem taka þarf afstöðu til en 60 spurningar eru notaðar til að leggja mat á vinnustaðamenninguna. Í aðferð Denison er vinnustaðamenningunni skipt í fjórar yfirvíddir þar sem hverri yfirvídd er skipt í þrjár undirvíddir. Rannsóknin byggir á 44 fyrirliggjandi greiningum á vinnustaðamenningu fyrirtækja og stofnana. Heildarfjöldi svara er 4.071. Þar af eru 1.095 frá átta stofnunum og 2.976 frá 36 fyrirtækjum. 13 mælingar áttu sér stað árin 2010 eða fyrr, 13 á árunum 2011 til 2014 og 18 á árunum 2015 eða síðar. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa vísbendingar um að stofnanir virðast hafa veikari vinnustaðamenningu en fyrirtæki. Mestan mun er að finna á undirvíddunum Markmið, Framtíðarsýn, Teymisvinna og Vilji til breytinga en minnsti munurinn á víddinni Gildi.

Efnisorð


Vinnustaðamenning; menningarvíddir; fyrirtæki; stofnanir.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2018.14.3.3

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir




        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.