Hefur hið opinbera mótað stefnu varðandi opin vinnurými? Upplifun opinberra starfsmanna

Ásta Dís Óladóttir, Fjóla Kim Björnsdóttir

Útdráttur


Greinin fjallar um innleiðingu opinna vinnurýma hjá hinu opinbera. Afar skiptar skoðanir eru á svokölluðum opnum vinnurýmum (e. open-plan). Meginmarkmið rannsóknarinnar er að skoða upplifun opinberra starfsmanna af jafn umfangsmiklum breytingum og þeim að flytjast í opið rými og hvernig til tókst við innleiðinguna. Þá er því velt upp hvort hið opinbera hafi mótað formlega stefnu varðandi opið vinnurými. Afar fáar innlendar rannsóknir hafa verið gerðar á upplifun starfsmanna á því að flytjast í opið vinnurými og er þetta fyrsta rannsóknin á viðhorfi opinberra starfsmanna til slíkra breytinga. Í þessari rannsókn voru valdar tvær stofnanir og tvö ráðuneyti sem nýlega hafa innleitt opin vinnurými. Könnun var send á 182 starfsmenn hjá þessum stofnunum og ráðuneytum og tóku 90 starfsmenn þátt og svöruðu spurningum um hvernig til hefði tekist við breytingarnar. Svarhlutfallið var því tæp 50%. Þá voru tekin viðtöl við stjórnendur hjá hinu opinbera varðandi það hvort stefna hafi verið mótuð fyrir innleiðingu opinna vinnurýma. Megin niðurstöður eru þær að helmingi þátttakenda líkar opnu rýmin vel en ívíð fleiri myndu kjósa hefðbundnar skrifstofur. Þrátt fyrir það telur meirihluti þeirra að minna næði sé til að sinna starfinu, hávaði hafi aukist og að dregið hafi úr einbeitingu. Þá telur þriðjungur að dregið hafi úr framleiðni. Þá hefur engin stefna verið mótuð af hálfu hins opinbera varðandi innleiðingu opinna vinnurýma.

Efnisorð


Opin vinnurými; samskipti; samvinna; stefnumótun; hið opinbera.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2018.14.3.4

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.