Stéttarfélagsaðild á Íslandi

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Þórhallur Örn Guðlaugsson

Útdráttur


Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á stéttarfélagsaðild hér á landi en nokkrar um stéttarfélög. Mikil umræða hefur verið í Evrópu síðustu 20 ár um minnkandi stéttarfélagsaðild en þar hefur dregið nokkuð úr aðild. Ýmsar ástæður hafa verið nefndar til sögunnar sem hafa haft áhrif á þessa fækkun, svo sem almenn efnahagsleg velsæld frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar, tilskipanir og reglur frá Evrópusambandinu um aukin réttindi og vernd starfsmanna, áhersla á samþættingu vinnu og einkalífs, aukinn hagvöxtur, hærra atvinnustig, formgerðarbreyting á vinnumarkaði og nýjar stjórnunaraðferðir sem leggja áherslu á að starfsmenn standi utan stéttarfélaga. Enn fremur hefur verið bent á sem mögulega skýringaþætti, alþjóðavæðinguna, harðnandi samkeppni fyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum, meiri áherslu á sveigjanleika í ráðningarformi, útvistun starfa og að erfiðlega hefur gengur að fá vel menntaða sérfræðinga til að vera í stéttarfélögum. Þróun stéttarfélagsaðildar hér á landi hefur verið með öðrum hætti, en síðustu 20 ár hefur stéttarfélagsaðild hér á landi haldist nokkuð stöðug. Í þessari grein er rakin þróun stéttarfélagsaðildar hér á landi frá árunum 1994- 2016. Settar eru fram nokkrar yrðingar (proposition) sem skýrt geta háa stéttarfélagsaðild hér á landi að mati höfunda. Þær eru; (1) forgangsréttarákvæði kjarasamninga, (2) skylda atvinnurekenda til að innheimta félagsgjöld starfsmanna, (3) fjöldi opinberra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði, (4) markviss vinna stéttarfélaga að gera aðild að stéttarfélögum aðlaðandi með fjölbreyttri þjónustu, (5) sérstök áhersla stéttarfélaga til að ná til ungs fólks á vinnumarkaði, (6) tenging félagsaðildar við lífeyrissjóðakerfið á sínum tíma og (7) „Ghent kerfið” sem byggði á því að atvinnuleysisbætur tengdust stéttarfélagsaðild.

Efnisorð


Stéttarfélög; stéttarfélagsaðild; vinnumarkaður.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2019.15.1.4

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.