Opinber stefna, skólakerfið og hlutverk kennara: Viðbragðsbúnaður skólans

Sigrún Harðardóttir, Sigrún Júlíusdóttir

Útdráttur


Undanfarna áratugi hefur alþjóðleg umræða í velferðarsamfélögum beinst að vægi skólans sem undirstöðu velsældar einstaklings og samfélags. Hér er kannað hvernig þessi umræða hefur þroskast við íslenskar aðstæður. Markmið greinarinnar afmarkast við að bregða upp mynd af áhrifum opinberrar skólastefnu á Íslandi á stöðu skólans, kennara og nemenda í nútímasamfélagi. Aðferðin sem hér er notuð er að setja fram sögulegt ágrip af þróun skólamála og yfirlit um niðurstöður nýlegra íslenskra rannsókna um aðstæður og margvíslegar þarfir nemenda og um viðbragðsbúnað skólans gagnvart þeim. Í því sambandi er vikið að vandasamri stöðu kennarans við að sinna kennslu og uppeldishlutverki jafnframt því að láta sig varða velferð hvers barns, einkum innan grunnskólans. Einnig er athygli beint að rökum sérfræðinga fyrir þverfaglegu starfi innan skólans og kerfasamstarfi milli skóla, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu. Rökin varða einkum börn sem eru tilfinningalega berskjölduð vegna áfalla eða félagslegrar jaðarstöðu. Á grundvelli þeirrar vitneskju sem fengist hefur á þessu sviði er sú niðurstaða rökstudd að aukið fagafl innan skólans ásamt kerfasamstarfi kringum barn í vanda og fjölskyldu þess sé forsenda þess að draga úr álagi á kennara og koma í veg fyrir að kröftum þeirra sé dreift. Aukinheldur hafi slíkt samstarf á grunnskólastigi forvarnargildi fyrir framtíðarstöðu ungs fólks á vinnumarkaði, sem getur falið í sér þjóðhagslegan ávinning. Ræddar eru lausnaleiðir í átt að betri árangri, meðal annars með endurskoðun laga, stjórnskipulags og framkvæmdar stefnu sem mótuð hefur verið.

Efnisorð


Skólastefna; skóli án aðgreiningar; hlutverk kennara; nemendur; fjölfaglegt kerfasamstarf.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2019.15.1.6

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.