Kosningaþátttaka ungs fólks á Íslandi, kynslóðabil, áhugi á stjórnmálum og flokkshollusta

Eiríkur Búi Halldórsson, Eva Heiða Önnudóttir

Útdráttur


Í þessari grein er fjallað um kosningaþátttöku í Alþingiskosningum á Íslandi og greint hvort að um mögulega kynslóðabreytingu sé að ræða, þar sem ungt fólk í dag tekur síður þátt í kosningum samanborið við ungt fólk áður fyrr. Notuð eru gögn úr Íslensku kosningarannsókninni og þegar áhrif aldurs, tíma og kynslóða eru aðgreind benda niðurstöður greinarinnar til þess að orðið hafi slík kynslóðabreyting. Fjallað er um hvort að þessa breytingu megi mögulega rekja til minni áhuga yngstu kynslóðar samtímans á stjórnmálum eða minnkandi flokkshollustu samanborið við ungt fólk áður fyrr. Helstu niðurstöður eru að áhugi ungs fólks á stjórnmálum hefur ekki breyst, hann er svipaður og hjá eldri kjósendum og hjá ungum kjósendum áður fyrr. Áhugi á stjórnmálum skýrir ekki minnkandi þátttöku ungs fólks í kosningum í dag. Niðurstöðurnar sýna að flokkshollusta hefur minna vægi meðal ungs fólks í dag sem hvati til að kjósa, og það ásamt óbreyttum áhuga ungs fólks getur mögulega bent til þess að ungt fólk aðhyllist frekar annars konar borgaralega þátttöku. Þó er ekki hægt að skera úr, að svo stöddu, hvort að um verulega breytingu sé að ræða á milli kynslóða eða hvort að breytingin sé fyrst og fremst tilkominn vegna seinkunnar á þátttöku ungs fólks í samfélaginu.

Efnisorð


Kosningaþátttaka; kynslóðabreyting; ungir kjósendur; áhugi á stjórnmálum; flokkshollusta.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2019.15.2.5

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.