Grýta þetta pakk: Haturstjáning í íslensku samhengi

Eyrún Eyþórsdóttir, Kristín Loftsdóttir

Útdráttur


Hatursorðræða er talin vaxandi vandi í hinum vestræna heimi í dag. Oft hefur verið vísað til tjáningar Donalds Trumps og stjórnmálamanna sem tengjast Brexit sem samþykktar á tjáningu haturs og, samhliða því, sköpunar jarðvegs til áframhaldandi haturstjáningar. Einnig deila ákveðnir fjölmiðlar hatursfullum boðskap gegn minnihlutahópum. Innan þessa jarðvegs haturs spretta upp ýmiskonar haturssamtök sem beita sér gegn minnihlutahópum, bæði í orði og með ofbeldi. Þessi grein skoðar heimasíður þar sem fram kemur neikvæð umfjöllun gegn minnihlutahópum á Íslandi. Fjallað er um heimasíður stjórnmálaflokka, fjölmiðla og haturssamtaka með það að markmiði að greina framsetningu þeirra á minnihlutahópum hérlendis. Til viðbótar eru tekin nokkur dæmi um neikvæð viðhorf til minnihlutahópa sem sjá má í umræðu stjórnmálamanna. Niðurstöðurnar endurspegla það að neikvæð tjáning í garð ólíkra minnihlutahópa er nokkuð almenn, en jafnframt má greina fjölgun á rýmum þar sem einstaklingum virðist finnast þeir geta tjáð mjög neikvæð viðhorf. Þá ber mest á neikvæðri tjáningu í garð múslíma.

Efnisorð


Hatursglæpir; hatursorðræða; Ísland.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2019.15.2.6

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.