Rökræða, stofnanir, þátttaka. Ágreiningsefni um lýðræði
Útdráttur
Í þessari grein skýrir höfundur og ver þær lýðræðishugmyndir sem felast í greiningu hans á íslensku stjórnarfari og stjórnmálamenningu í aðdraganda og eftirmálum fjármálahrunsins 2008. Gerð er grein fyrir og metin gagnrýni þeirra Jóns Ólafssonar og Birgis Hermannssonar á röksemdir Vilhjálms og notkun hans á fræðilegum lýðræðislíkönum Jürgens Habermas til að greina íslensk stjórnmál. Færð eru rök fyrir því að greiningu Vilhjálms verði að skilja í ljósi þess að hún taki mið af þeim sérstöku aðstæðum sem sköpuðust hérlendis kringum fjármálahrunið og villandi sé að slíta röksemdir hans úr tengslum við það. Í skrifum Vilhjálms er til dæmis stöðugt minnt á mikilvægi ákveðinna lærdóma sem draga þurfi af rökræðukenningunni um lýðræði andspænis þeirri gagnrýni á stjórnarhætti og stjórnsiði hérlendis sem sett var fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á orsökum hrunsins. Sú gagnrýni Jóns og Birgis að Vilhjálmur smætti lýðræði í stjórnsýslu og geri ekki ráð fyrir aðkomu almennings í hugmyndum sínum um lýðræði er sögð eiga rætur sínar í því að þeir slíti umfjöllun hans úr þessu tiltekna samhengi og dragi af henni villandi ályktanir um afstöðu hans til lýðræðis almennt. Einnig er ágreiningurinn rakinn til ólíks skilnings þessara fræðimanna á lýðræðishugtakinu. Vilhjálmur hafnar því að gera aðkomu borgaranna að ákvörðunum að þungamiðju lýðræðis á kostnað vandaðra stjórnarhátta og öflugra stofanana sem vernda mikilvæg lýðræðisleg gildi og gera borgurunum kleift að draga stjórnvöld til ábyrgðar. Loks eru reifaðar hugmyndir um borgaravirkni í anda rökræðulýðræðis og hvernig þær megi útfæra andspænis þeim ógnum sem steðja að upplýstri skoðanamyndun í samtímanum.
Efnisorð
Lýðræði; rökræðulýðræði; ábyrgðarskylda; stofnanir; stjórnsýsla.
Heildartexti:
PDFDOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2020.16.2.5
Baktilvísanir
- Engar baktilvísanir
Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.