Þetta er allt mannanna verk: Upplifun stjórnenda á áhrifum jafnlaunavottunar á kjaraumhverfi

Gerða Björg Hafsteinsdóttir, Erla Sólveig Kristjánsdóttir, Þóra H. Christiansen

Útdráttur


Í þessari rannsókn var skyggnst inn í upplifun stjórnenda á áhrifum jafnlaunavottunar á kjaraumhverfi en tekin voru viðtöl við stjórnendur sem hafa reynslu af jafnlaunavottun. Helstu niðurstöður gefa til kynna að viðmælendur upplifðu aukið skrifræði og kerfisvæðingu, tilfærslu ákvörðunarvalds og að jafnlaunavottun sé jafnvel tálsýn. Einnig kom fram að viðmælendur töldu áherslubreytingar gæta í kjarasamningsbundnum rétti launþega til árlegs starfsmannaviðtals, sveigjanleiki vottunarinnar er vannýttur auk þess sem huglægt mat er lagt á frammistöðu starfsfólks og ósamræmi er í úttektaraðferðum vottunaraðila. Þrátt fyrir að jafnlaunavottun virðist réttmæt og áreiðanleg komu í ljós ákveðnir þættir sem geta gert það að verkum að hægt er að uppfylla skilyrði til jafnlaunavottunar þótt kynbundinn launamunur sé til staðar.

Efnisorð


Jafnlaunavottun; laun; kynbundinn launamunur.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2020.16.2.9

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir




        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.