Nýjar hæfniskröfur til stjórnenda ríkisstofnana

Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Sólmundur Már Jónsson

Útdráttur


Þessi rannsókn bætir við þekkingu á leiðtogum opinberra skipulagsheilda með því að skoða áhrif nýrrar stjórnunarstefnu. Ný stjórnunarstefna ríkisins var sett fram sumarið 2019. Í henni eru kynntir þeir hæfnisþættir sem liggja til grundvallar forystu hjá hinu opinbera á Íslandi. Í þessari rannsókn er fjallað um stjórnunarstefnuna, forsendur hennar og innihald til að svara þeirri spurningu hvort hún endurspegli starf stjórnenda hjá ríkinu. Einnig er skoðað hvort nýliðar í starfi stjórnenda fái þá þjálfun sem þeir telja sig þurfa til að geta sinnt starfi sínu miðað við hæfnisþættina er tilgreindir eru í stjórnunarstefnunni. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og tekin djúp viðtöl við tíu nýráðna æðstu stjórnendur hjá ríkisstofnunum. Niðurstöður gefa til kynna að stjórnendum finnst stjórnendastefnan endurspegla starf þeirra. Hins vegar er nýliðaþjálfun ábótavant og er því munur á stefnunni og hvernig henni er fylgt eftir, en vegna kórónuveirunnar sem barst til Íslands í febrúar 2020 hefur starfsumhverfi stjórnenda breyst. Praktískt gildi rannsóknarinnar felst í því að varpa ljósi á raunveruleg viðfangsefni leiðtoga opinberra stofnanna.

Efnisorð


Opinber forysta; opinber stjórnsýsla og stefnumótun; leiðtogaþjálfun.

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2021.17.1.4

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.