Rannsókn á tengslum kynferðis og aldurs dómara og lögmanna við úrslit dómsmála í héraði
Útdráttur
Hér á landi hefur ekki verið rannsakað hvort og þá hvaða tengsl séu á milli kynferðis og aldurs dómara og málflytjenda annars vegar og niðurstaðna dómsúrlausna hins vegar. Rannsóknin, sem er þverfræðileg á sviði félagsfræði og lögfræði, laut að því að greina upplýsingar um kynferði og aldur dómara og málflytjenda í þeim dómsúrlausnum í einkamálum, sem kærðar hafa verið eða áfrýjað til Hæstaréttar og Landsréttar, á tíu ára tímabili. Rannsakað var hvort tengsl væru á milli þessara þátta og úrslita dómsmálanna. Rannsóknin gefur til kynna að kyn lögmanna hafi þýðingu, óháð kyni dómara, og að kvenkyns málflytjendur til sóknar og varnar auki líkur á að mál falli umbjóðendum þeirra í vil. Aldur dómara virðist jafnframt hafa þýðingu fyrir úrslit mála þannig að eldri dómarar (50 ára og eldri) séu líklegri til að dæma varnaraðila í vil, óháð öðrum þáttum. Enga samvirkni á milli kyns dómara og lögmanna má á hinn bóginn finna í gögnunum sem rannsökuð voru. Það er von okkar að rannsóknarniðurstöðurnar gagnist umræðunni um starfsemi dómstóla og jafnrétti og hvetji til frekari rannsókna á því sviði.
Efnisorð
Aldur; dómarar; dómstólar; kynferði; lögmenn.
Heildartexti:
PDFDOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2022.18.1.5
Baktilvísanir
- Engar baktilvísanir
Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.