Inntak konungdóms í konungsríkinu Íslandi
Útdráttur
Í greininni er gerð grein fyrir inntaki konungdóms í konungsríkinu Íslandi en allt fram til þess tíma er Ísland verður frjálst og fullvalda ríki eru konungbornir þjóðhöfðingjar áhrifamiklir gerendur við stjórn ríkja Norðurálfu, sér í lagi hvað varðar utanríkismál. Í greininni er rakið hvernig meðferð utanríkismála var kjarni konungdómsins í huga Kristjáns X, fyrsta og eina konungs konungsríkisins Íslands, en í hans huga kom ekki annað til álita en aðeins ein utanríkisþjónusta starfaði í hans umboði. Fyrst kastaðist verulega í kekki með konungi og íslenskum ráðamönnum þegar þeir hinir síðarnefndu léðu máls á uppsögn sambandslagasamningsins og þar með stofnun eigin utanríkisþjónustu. Í greininni eru hugtökunum persónusambandi og málefnasambandi gerð skil, leidd að því rök að milli Íslands og Danmerkur hafi verið persónusamband og um tvö aðskilin konungsembætti hafi verið að ræða.
Efnisorð
Konungur Íslands; konungsríkið Ísland; persónusamband; málefnasamband.
Heildartexti:
PDFDOI: https://doi.org/10.13177/irpa.a.2023.19.1.3
Baktilvísanir
- Engar baktilvísanir
Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.