Hryðjuverkamaður eða frelsishetja? Átök Rússa og Tsjetsjena í Tsjetsjeníu

Arnar Þór Másson

AbstractTil er máltæki sem hljómar þannig að sjaldan valdi einn þá er tveir deila. Sé litið til upplýsinga frá Rússlandi um átök milli Rússa og Tsjetsjena í Tsjetsjeníu lítur út fyrir að hryðjuverkamenn hafi tekið sér bólfestu í Rússlandi í óþökk stjórnvalda og almennings og eina leiðin til þess að vinna á vandanum sé að beita hörðu og vonast eftir fullnaðarsigri. Stjórnvöld í Moskvu hafa afskrifað tsjetsjenska skæruliða sem samningsaðila, að sögn vegna gíslatökumála og sprengjutilræða sem unnin hafa verið í þeirra nafni á síðustu árum. En er málið svo einfalt? Eiga stjórnvöld í Rússlandi einhverja sök á því hvernig málin hafa þróast í Tsjetsjeníu? Í þessari grein verður leitast við að skýra undirliggjandi orsakir átakanna, rakið hvernig þau hafa þróast og reynt að meta hvort líklegt sé að lausn finnist í nánustu framtíð. (Greinin birtist áður í Íslensku leiðinni veturinn 2004-2005. Greinin hefur verið uppfærð.)

Full Text:

PDF (Islenska)

Refbacks

  • There are currently no refbacks.
         

Published by the Institute of Public Administration and Politics of the Faculty of Political Science, University of Iceland.

Hosted by the Computing Services of the University of Iceland.