Löggjöf um opinberar starfsveitingar

Ásmundur Helgason

Abstract


Launþegar eru almennt ráðnir í störf í þjónustu vinnuveitenda með tvíhliða samningi, þar sem sá fyrrnefndi skuldbindur sig til að vinna í þjónustu þess síðarnefnda, undir hans stjórn gegn tilteknu endurgjaldi. Í löggjöf eða kjarasamningum er almennt ekkert vikið að því hvernig eigi að standa að slíkum ráðningum þó að þar séu fyrirmæli um efni samninganna, enda hefur almennt verið litið svo á að vinnuveitandinn verði að hafa svigrúm til að ákveða hvernig hann hagi slíkri ákvörðunartöku og hvern hann eigi að ráða í sína þjónustu. Eru þessi atriði raunar talin vera hluti af svokölluðum stjórnunarrétti vinnuveitandans. Verður að gera ráð fyrir að þetta viðhorf sé reist á því að vinnuveitandinn hljóti ávallt að vera í bestri aðstöðu til að meta hverjar séu þarfir hans hverju sinni fyrir starfsfólk og hvernig hann eigi að mæta þessum þörfum.

Full Text:

PDF (Islenska)

Refbacks

  • There are currently no refbacks.
         

Published by the Institute of Public Administration and Politics of the Faculty of Political Science, University of Iceland.

Hosted by the Computing Services of the University of Iceland.