Sjá roðann í austri. Efnahagsleg og pólitísk umskipti í Póllandi og víðar í Mið- og Austur-Evrópu

Kjartan Emil Sigurðsson

AbstractTeljandi kaflaskipti urðu í eftirstríðsárasögu Evrópu 4. júní árið 1989 þegar fyrstu hálf-frjálsu kosningarnar fóru fram í Póllandi. Landið skyldi að endingu verða hefðbundið ríki og "snúa aftur í faðm Evrópuríkja" (the Return to Europe). Hér er fjallað um árin sem á eftir fylgdu í Póllandi og víðar í Mið- og Austur-Evrópu. Sjónum er beint að svokölluðum "upphafsskilyrðum" (initial conditions) Póllands. Pólland tók á sínum tíma af skarið og leiddi byltingu sem síðan varð að veruleika um alla Mið- og Austur-Evrópu. Tvö hugtök settu mjög svip sinn á umskiptin miklu í Póllandi, þ.e. "umbætur í einum rykk" og "extraordinary politics", en þau verða skýrð og skilgreind í öðrum kafla. Einnig er fjallað um hin Visegrad-löndin, en þau eru auk Póllands, Slóvakía, Ungverjaland og Tékkland. Í þriðja kafla verður nokkrum orðum eytt í almenn skilyrði fyrir alþjóðafyrirtæki í Mið- og Austur-Evrópu, m.a. rætt um hvernig bílaiðnaðurinn var "drepin úr dróma" sem og um nokkrar gangtruflanir meðan á umskiptunum stóð, bæði í Tékklandi og Slóvakíu. Markmiðið er að skrifa stutta yfirlitsgrein um "transition"-fræði eða "transitology".

Full Text:

PDF (Islenska)

Refbacks

  • There are currently no refbacks.
         

Published by the Institute of Public Administration and Politics of the Faculty of Political Science, University of Iceland.

Hosted by the Computing Services of the University of Iceland.