Ísland og loftlagsbreytingar. Samningaviðræður í Kaupmannahöfn 2009

Andri Júlíusson, Þorvarður Atli Þórsson

ÚtdrátturÍsland tekur þátt í yfirstandandi alþjóðlegum viðræðum um loftslagsmál, en þau markmið sem stefnt skal að eru ekki fullmótuð. Grein þessi veitir upplýsingar og leiðsögn sem leitt geta til áframhaldandi ákvarðanatöku innanlands og hagstæðra samninga fyrir Ísland þegar kemur að aðildarríkjaþingi Loftslagssamnings Sþ í árslok 2009 í Kaupmannahöfn. Ljóst er að íslensk stjórnvöld styðja samkomulag sem setja muni umtalsverðar hömlur á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnríkjum og stærri þróunarríkjum. Það er í samræmi við stefnu Norðurlandanna, Evrópusambandsins og margra þróunarríkja og verður því að teljast líkleg niðurstaða fundarins í Kaupmannahöfn.

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.