Stjórnlagaþing, fjölmiðlar og frambjóðendur. Rannsókn á kynningarmálum frambjóðenda fyrir stjórnlagaþingskosningar 2010

Birgir Guðmundsson

AbstractHefðbundnir fjölmiðlar voru ekki í aðalhlutverki við kynningu og umfjöllun um einstaka frambjóðendur í kosningunum til stjórnlagaþings í nóvember 2010. Persónukjör með landið sem eitt kjördæmi þar sem yfir 500 frambjóðendur voru í kjöri er fyrirkomulag sem ekki hentar verklagi og vinnubrögðum hefðbundinna miðla og því er lýðræðislegt hlutverk þeirra takmarkað að þessu leyti. Í greininni er greint frá niðurstöðum könnunar meðal frambjóðenda til þingsins á því hvernig þeir höguðu kynningarmálum sínum og kemur í ljós að netmiðlar voru í aðalhlutverki, sérstaklega samfélagsvefurinn Facebook og miðlar sem ekki teljast til stóru hefðbundnu miðlanna. Í gegnum þessa miðla reyndu frambjóðendur að koma sér og stefnumálum sínum á framfæri inn í almannarými þjóðfélagsumræðunnar. Lítil sem engin tilraun var gerð meðal frambjóðenda til að kaupa sér leið inn í almannarýmið með auglýsingum.

Full Text:

PDF (Islenska)

Refbacks

  • There are currently no refbacks.
         

Published by the Institute of Public Administration and Politics of the Faculty of Political Science, University of Iceland.

Hosted by the Computing Services of the University of Iceland.