Mótun atvinnustefnu. Horft til framtíðar - vegvísir til bættra lífskjara, sjálfbærni og samkeppnishæfni

Karl Friðriksson

Útdráttur



Í greininni er greint frá vinnu og hugmyndum sem settar voru fram í tengslum við 20/20 sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar um mótun atvinnustefnu. Hér er ekki um að ræða samþykktar áherslur heldur drög að hugmyndum um áherslur sem ætlaðar voru til umræðu og frekari vinnslu. Í greininni koma fram þau markmið sem unnið var með til að Ísland gæti orðið í fararbroddi í verðmætasköpun, menntun, velferð og lífsgæðum. Fjórar forsendur eru dregnar fram sem grundvöllur að árangri við framkvæmd atvinnu stefnunnar; geta atvinnulífsins til að flytja út verðmæti, verðmætasköpun samfélagsins til að geta greitt hærri laun samfara ávöxtun fjármagns, uppbygging sem tekur mið af langtímasjálfbærni og uppbygging innviða og samkeppnishæfni.

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir




        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.