Ráðningar í opinber störf

Hafsteinn Dan Kristjánsson

Abstract


Í greininni er fjallað um þær reglur sem gilda um ráðningar í opinber störf. Í henni er ráðningarferlinu lýst í heild sinni. Allt ferlið tekur mið af þeirri kröfu að ráða ber hæfasta umsækjandann um starfið á grundvelli faglegra sjónarmiða. Ferlinu er skipt upp í þrjá þætti. Í fyrsta lagi auglýsingu og annan undirbúning að ráðningu í opinbert starf. Í öðru lagi meðferð málsins eftir að umsóknir berast. Í þriðja lagi ákvörðunartöku og meðferð málsins í kjölfarið. Þá er fjallað um mat stjórnvalda á umsækjendum og ályktanir þeirra af gögnum málsins. Að lokum er fjallað um hlutverk og úrræði eftirlitsaðila í ráðningarmálum.

Full Text:

PDF (Islenska)

Refbacks

  • There are currently no refbacks.
         

Published by the Institute of Public Administration and Politics of the Faculty of Political Science, University of Iceland.

Hosted by the Computing Services of the University of Iceland.