Umbætur á ákvæðum um úthlutun þingsæta

Þorkell Helgason

Útdráttur


Reifaðar eru hugmyndir um breytingar á þremur lykilatriðum við úthlutun þingsæta í kjölfar kosninga til Alþingis. Allar rúmast hugmyndirnar innan ramma núgildandi stjórnarskrár og væri því unnt að innleiða þær með breytingum á kosningalögum einum. Fjallað verður um það hvernig tryggja megi fullan jöfnuð milli þingflokka en á því varð misbrestur í kosningunum 2013. Um leið er vísað til kröfu margra, m.a. alþjóðastofnana, um að jafna þurfi vægi atkvæða eftir búsetu og bent á leiðir til þess. Að lokum er lýst því stærðfræðilega vandamáli sem felst í útdeilingu jöfnunarsæta. Viðfangsefnið er í flokki erfiðra fléttufræðilegra vandamála. Stungið er upp á nýrri aðferð sem tilbrigði við núgildandi lög.

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.