Ávarp dr. Önnu G. Jónasdóttur í tilefni heiðursnafnbótar við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, 18. júní 2015

Anna G. Jónasdóttir

Útdráttur


Þann 18. júní 2015 hélt Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands hátíðarráðstefnu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Í tengslum við ráðstefnuna sem bar yfirskriftina „Vald og lýðræði 100 árum síðar“ var dr. Anna Guðrún Jónasdóttir, prófessor emerita við Örebro háskóla í Svíþjóð, gerð að heiðursdoktor við Stjórnmálafræðideild. Anna Guðrún var fyrst íslenskra kvenna til að taka doktorspróf í stjórnmálafræði árið 1991 og jafnframt sú fyrsta til að fá akademískan frama í stjórnmála- og kynjafræði. Því fer vel á því að Anna Guðrún sé fyrsti heiðursdoktor Stjórnmálafræðideildar þar sem þessar greinar eiga heimilisfesti. Fræðimennska Önnu Guðrúnar spannar vítt svið og nær til stjórnmálafræði, félagsfræði, hagsögu, sálfræði og kynjafræði. Hún var meðal þeirra fyrstu til að fjalla um á fræðilegan hátt um kyn, völd og stjórnmál sem þótti býsna ögrandi þegar fræðaferill hennar hófst á 8. áratug síðustu aldar. Hún er frumkvöðull í því að samþætta stjórnmálafræði og kynjafræði og eru merkustu rannsóknir hennar á sviði valds og persónulegra kynjatengsla. Anna Guðrún fluttist ung að árum til Svíþjóðar en hefur haldið tengslum við íslenskt fræðasamfélag. Hér á eftir birtist ávarp Önnu Guðrúnar í tilefni heiðursnafnbótarinnar. Þar sést glögglega hvernig hugmyndaþróun hennar og næmur skilningur á samspili hins persónulega og pólitíska á þátt í að byggja brýr á milli þeirra stjórnmálafræði og kynjafræði á sama tíma og hún dýpkar og breikkar umfjöllunarefni þeirra sem fræðigreina.

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.