Carl Bernstein og Bob Woodward: All the President´s Men: 30th Anniversary Edition

Heiðar Örn Sigurfinnsson

AbstractÞann sautjánda júní árið 1972 voru fimm jakkafataklæddir menn handteknir við innbrot í höfuðstöðvar Demókrataflokksins í Watergate byggingunni í Washington borg. Þeir höfðu meðferðis mikið magn hundrað dollara seðla og hlerunartæki sem þeir hugðust koma þar fyrir. Þetta var upphafið að Watergate málinu. Í minnisbókum sem fundust á innbrotsþjófunum fannst á tveimur stöðum nafn Howards Hunt sem hafði unnið fyrir Hvíta húsið. Eftir að hafa komist á snoðir um tengsl milli innbrotsþjófanna og Hvíta hússins eyddu fjölmiðlamenn næstu misserum í að upplýsa um hver fyrirskipaði hvað í Watergate málinu, hver vissi hvað og hvenær. Fremstir í flokki fjölmiðlamanna fóru Bob Woodward og Carl Bernstein, blaðamenn á Washington Post sem flettu ofan af mörgum einstaklingum og athöfnum sem tengdust Watergate.

Full Text:

PDF (Islenska)

Refbacks

  • There are currently no refbacks.
         

Published by the Institute of Public Administration and Politics of the Faculty of Political Science, University of Iceland.

Hosted by the Computing Services of the University of Iceland.