Guðni Th. Jóhannesson: Völundarhús valdsins, Stjórnarmyndanir, stjórnarslit og staða forseta Íslands í embættistíð Kristjáns Eldjárns, 1968-1980

Hallgrímur Guðmundsson

AbstractGuðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, hefur ritað bókina Völundarhús valdsins. Undirtitill bókarinnar er Stjórnarmyndanir, stjórnarslit og staða forseta Íslands í embættistíð Kristjáns Eldjárns, 1968-1980. Bókin er að nokkru leyti byggð á dagbókum, minnisblöðum og hugleiðingum Kristjáns sem hann las á segulband. Höfundur leitar þó miklu víðar fanga í prentuðum og óprentuðum heimildum. Tilvísanir eru tæplega þrettán hundruð og þrátt fyrir fjöldann er þeim ágætlega fléttað í söguþráð. Með því að láta þessar heimildir tala sínu máli tekst höfundi yfirleitt ágætlega að lýsa aðdraganda stjórnarmyndana, stjórnarslitum og stjórnarkreppum í forsetatíð Kristjáns.

Full Text:

PDF (Islenska)

Refbacks

  • There are currently no refbacks.
         

Published by the Institute of Public Administration and Politics of the Faculty of Political Science, University of Iceland.

Hosted by the Computing Services of the University of Iceland.