Guðni Th. Jóhannesson: Völundarhús valdsins, Stjórnarmyndanir, stjórnarslit og staða forseta Íslands í embættistíð Kristjáns Eldjárns, 1968-1980
Útdráttur
Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, hefur ritað bókina Völundarhús valdsins. Undirtitill bókarinnar er Stjórnarmyndanir, stjórnarslit og staða forseta Íslands í embættistíð Kristjáns Eldjárns, 1968-1980. Bókin er að nokkru leyti byggð á dagbókum, minnisblöðum og hugleiðingum Kristjáns sem hann las á segulband. Höfundur leitar þó miklu víðar fanga í prentuðum og óprentuðum heimildum. Tilvísanir eru tæplega þrettán hundruð og þrátt fyrir fjöldann er þeim ágætlega fléttað í söguþráð. Með því að láta þessar heimildir tala sínu máli tekst höfundi yfirleitt ágætlega að lýsa aðdraganda stjórnarmyndana, stjórnarslitum og stjórnarkreppum í forsetatíð Kristjáns.
Heildartexti:
PDFBaktilvísanir
- Engar baktilvísanir
Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.