Carl Bernstein og Bob Woodward: All the President´s Men: 30th Anniversary Edition

Heiðar Örn Sigurfinnsson

ÚtdrátturÞann sautjánda júní árið 1972 voru fimm jakkafataklæddir menn handteknir við innbrot í höfuðstöðvar Demókrataflokksins í Watergate byggingunni í Washington borg. Þeir höfðu meðferðis mikið magn hundrað dollara seðla og hlerunartæki sem þeir hugðust koma þar fyrir. Þetta var upphafið að Watergate málinu. Í minnisbókum sem fundust á innbrotsþjófunum fannst á tveimur stöðum nafn Howards Hunt sem hafði unnið fyrir Hvíta húsið. Eftir að hafa komist á snoðir um tengsl milli innbrotsþjófanna og Hvíta hússins eyddu fjölmiðlamenn næstu misserum í að upplýsa um hver fyrirskipaði hvað í Watergate málinu, hver vissi hvað og hvenær. Fremstir í flokki fjölmiðlamanna fóru Bob Woodward og Carl Bernstein, blaðamenn á Washington Post sem flettu ofan af mörgum einstaklingum og athöfnum sem tengdust Watergate.

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.