Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir: Stelpan frá Stokkseyri - saga Margrétar Frímannsdóttur

Heiðar Örn Sigurfinnsson

ÚtdrátturFyrir stjórnmálafræðinga og aðra áhugamenn um stjórnmál er það venjulega hvalreki þegar út kemur ævisaga stjórnmálamanns, svo ekki sé talað um sögu samtímastjórnmálamanns. Það er áhugavert að lesa um þátttöku viðkomandi stjórnmálamanns í stórviðburðum seinni ára, skoðanir hans á stórum málum og smáum og samband hans við aðra stjórnmálamenn. Á hinn bóginn ber oft að varast ævisögur stjórnmálamanna sem sagnfræðilegar heimildir. Stjórnmálamenn hafa hagsmuna að gæta, þeir vilja gjarnan fegra arfleifð sína og varpa ljósi, sér í hag, á ýmis mál. Þó skal sérstaklega tekið fram að ekki er efast um að Margrét Frímannsdóttir sé heiðarleg í frásögn sinni í þessari bók. Af þessum sökum ber hins vegar að taka ævisögum stjórnmálamanna með fyrirvara - eins og veiðisögum af stóra laxinum sem slapp.

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir
        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.