Steingrímur J. Sigfússon: Við öll - íslenskt velferðarsamfélag á tímamótum

Róbert H. Haraldsson

AbstractSteingrímur J. Sigfússon er þekktur fyrir rökfimi sína og staðfestu í baráttu fyrir þeim málum sem hann ber fyrir brjósti. Bókin Við öll grefur á engan hátt undan þeim orðstír. Lesendur þurfa að minnsta kosti ekki að velkjast í vafa um hjartansmál höfundar. Hann vill sem fyrr standa vörð um íslenskt velferðarsamfélag (norræna módelið), eyða fátækt og tryggja stóraukinn jöfnuð í skiptingu lífsgæða á Íslandi og jörðinni allri, vernda umhverfið og íslenska náttúru, halda Íslandi utan við Evrópusambandið og skipa okkur framarlega í flokk friðflytjenda í heiminum. Og lesendur þurfa heldur ekki að velkjast í vafa um það hverjir andstæðingar höfundar eru. Þar stendur fremst í flokki nýfrjálshyggjan með einkavæðingartrúboð sitt og áherslu á græðgiskapítalisma, ásamt með "fjármagninu", jakkafatakörlunum sem stýra bönkum og stórfyrirtækjum, að ógleymdum Bandaríkjum Norður Ameríku. Skýr sýn Steingríms á hvað hann sjálfur stendur fyrir og við hverju honum hrýs hugur veitir honum sjálfsöryggi sem á stundum jaðrar við oflæti; hann segir um stefnumál sína að þau eigi "meira erindi við samtímann og framtíðina en allt hitt staðnaða góssið til samans".

Full Text:

PDF (Islenska)

Refbacks

  • There are currently no refbacks.
         

Published by the Institute of Public Administration and Politics of the Faculty of Political Science, University of Iceland.

Hosted by the Computing Services of the University of Iceland.