Sigrún Aðalbjarnardóttir: Virðing og umhyggja - ákall 21. aldar
Útdráttur
Fagstétt grunnskólakennara á talsvert undir högg að sækja á Íslandi. Lág laun kennara virðast endurspegla takmarkaða virðingu opinberra aðila fyrir því starfi sem unnið er í grunnskólum landsins og kennsla á grunnskólastigi felur í sér umtalsverða lífskjarafórn fyrir háskólamenntaða kennara og fjölskyldur þeirra. Flótti reyndra kennara úr stéttinni, æ færri nýnemar í kennaranámi og hækkandi meðalaldur starfandi kennara mun því að líkindum leiða til alvarlegs ástands í skólum landsins á komandi árum. Kjarasamningar undanfarinna ára hafa jafnframt skert faglegt sjálfstæði stéttarinnar með aukinni viðveruskyldu, nákvæmum útlistunum á einstökum starfsþáttum og auknu valdi skólastjórnenda yfir símenntun og endurmenntun kennara.
Heildartexti:
PDFBaktilvísanir
- Engar baktilvísanir
Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.