Jónína Einarsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir (ritstjórar): Afríka sunnan Sahara í brennidepli

Ólöf Ýrr Atladóttir

Útdráttur


Ánægjulegt hefur verið að fylgjast með því hvernig áhugi Íslendinga á málefnum þróunarlanda virðist hafa aukist á undanförnum árum. Fjölmiðlar hafa og tekið við sér; algengt er að fjallað sé um hin fátækari ríki heims á síðum dagblaða og í ljósvakamiðlum. Þróunarmál eru í deiglunni. Yfirbragð þeirra upplýsinga sem við höfum fengið hefur þó ekki breyst alveg í takti við aukið magn þeirra: Enn ber sú mynd sem dregin er upp af mannlífi í Afríku sunnan Sahara einkum keim af allsleysi og örbirgð, örvinglun og kröm. Enn er okkur innrætt sú hugmynd að í Afríku búi einsleitt fólk án menningarsérkenna og okkur er lítt veitt innsýn í sérkenni mismunandi ríkja í álfunni og ótölulegra þjóðflokka, ríkrar flóru tungumála og nýtingu margbreytilegs náttúrufars. Of oft virðist okkur ætlað að fella þann tæpa milljarð manna sem álfuna byggir undir hatt almennrar staðalmyndar af "Afríku".

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir




        

Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.