Gunnar Þór Bjarnason: Upp með fánann! Baráttan um uppkastið 1908 og sjálfstæðisbarátta Íslendinga

Ólafur Þ. Harðarson

AbstractÍ umsögn gagnrýnanda kemur meðal annars eftirfarandi fram:

Í heildina er bók Gunnars afar vel heppnað verk. Hún gerir grein fyrir aldaranda og þjóðfélagsbreytingum á mörgum sviðum, greinir helstu hugmyndir og setur þær í samhengi, lýsir persónum, valdatogsteitu, flokkum og flokkadráttum, kosningakerfi, fjöldahreyfingum og umræðuhefð - og þeirri stórkostlegu dramatík sem átti sér stað sumarið 1908. Á engum einum stað hefur baráttan um Uppkastið verið greind með viðlíka hætti. Auk þess er textinn firna vel skrifaður. Bókin hefur verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna; lakari verk hafa hlotið þau verðlaun. Hún verður klassísk bók um Uppkastið og sjálfstæðisstjórnmálin; bók sem stjórnmálafræðingar, stjórnmálafræðinemar og allir áhugamenn um íslenska stjórnmálasögu eiga að lesa.

Full Text:

PDF (Islenska)

Refbacks

  • There are currently no refbacks.
         

Published by the Institute of Public Administration and Politics of the Faculty of Political Science, University of Iceland.

Hosted by the Computing Services of the University of Iceland.